1.7 C
Selfoss

Sjóðurinn góði þarfnast ykkar hjálpar

Vinsælast

Sjóðurinn góði veitti styrki úr sjóðnum í desember 2020 að upphæð 8.490.000 kr. til 179 fjölskyldna eða 480 einstaklinga.  Sjóðurinn góði var stofnaður 2008 í kjölfar bankahrunsins og er samstarfverkefni Lionsklúbba, kvenfélaga, kirkjusókna, félagsþjónustunnar í Árnessýslu, deilda Rauða krossins í Árnessýslu og Hjálparstarfs kirkjunnar.  Hlutverk sjóðsins góða er að styrkja einstaklinga og fjölskyldur sem standa höllum fæti og eiga ekki fyrir nauðþurftum fyrir jólin.

Eins og áður leitum við nú eftir stuðningi og aðstoð ykkar við að styrkja Sjóðinn góða.

Fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar sem vilja styrkja Sjóðinn góða geta lagt inn á bankareikning 325-13-301169 kt.560269-2269.

Umsóknar – og úthlutnardagar verða auglýstir síðar.

Starfshópur Sjóðsins góða þakkar öllum þeim aðilum sem styrkt hafa sjóðinn á síðasta ári.

Nýjar fréttir