9.5 C
Selfoss

Einar Már á bókakynningu í kvöld

Vinsælast

„Ég hygg að það sé töluverð gæfa fyrir hvert þjóðfélag að eiga dálítið af stórglæpamönnum. Árnessýsla var svo hamingjusöm að hafa átt fáeina konunglega glæpamenn,“ segir Einar Már Guðmundsson rithöfundur sem kynnir nýja bók sína í Bókakaffinu á Selfossi fimmtudagskvöldið 21. október kl. 20. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Bók Einars, sem víkur meðal annars að Kambsráninu í Flóa, heitir Skáldleg afbrotafræði og er 33. bók þessa ástsæla höfundar sem á uppruna að rekja hér austanfjalls. Því er mjög við hæfi að fyrsta almenna kynning bókar um hina konunglegu glæpamenn sé haldin á Selfossi. 

Nýjar fréttir