7.8 C
Selfoss

Bleikur styrktardagur hjá Lobbýinu á laugardag

Vinsælast

Bleikur október er hér um bil hálfnaður. Bleika slaufan hefur verið í fyrirrúmi ásamt öðrum styrktarverkefnum í sam­félaginu. Fjölmörg fyrir­tæki hafa tekið beinan og óbeinan þátt í bleikum október en meðal þeirra er Lobbýið á Selfossi. Þá munu bakaradrengirnir í GK bakaríi bjóða svöngum gestum upp á bakkelsi og þá verða bleikir drykkir í boði.

Málefni sem snertir okkur öll á einn eða annan hátt

Laugardaginn 16. október frá kl. 12 til 16 munu starfsmenn Lobbýsins bjóða fólki upp á klippingu, skeggsnyrtingu, hárþvott og blástur. Þjónustan mun kosta 5.000 kr. sem mun renna óskipt til Krabba­meins­félags Árnes­sýslu. Þá verða fjölmargar vörur til styrktar Bleiku slauf­unni til sölu á staðnum. Rebekka Kristinsdóttir, einn eigenda Lobbýsins segir að málefni snerti alla með einum eða öðrum hætti. „Þetta er málefni sem snertir okkur öll, á einn eða annan hátt, á einhverjum tímapunkti í lífinu okkar. Við erum mjög spennt að fá sem flesta í heimsókn til okkar á laugardaginn og vonandi náum við að safna sem mest fyrir Krabbameinsfélagið.“ Nú er um að gera að drífa sig í snyrtingu og styrkja gott málefni í leiðinni.

Nýjar fréttir