-2.8 C
Selfoss
Home Fréttir Sigalda 4 og Efri-Rauðalækur hljóta umhverfisverðlaun Rangárþing ytra

Sigalda 4 og Efri-Rauðalækur hljóta umhverfisverðlaun Rangárþing ytra

0
Sigalda 4 og Efri-Rauðalækur hljóta umhverfisverðlaun Rangárþing ytra
Bjarni Gunnarsson og Ólína Magný Brynjólfsdóttir að Sigöldu 4 hlutu verðlaun fyrir vel hirtan garð og snyrtilegt umhverfi.

Árlega veitir Umhverfisnefnd Rangárþings ytra umhverfisverðlaun að undangengnum tilnefningum frá íbúum sveitarfélagsins. Þar er leitað að stöðum sem þykja til fyrirmyndar og eru öðrum hvatning að fallegu umhverfi.

Fjölmargar tilnefningar bárust en í ár kom það í hlut íbúa að Sigöldu 4, þeirra Bjarna Gunnarssonar og Ólínu Magnýjar Brynjólfsdóttur að hljóta umhverfisverðlaun Rangárþings ytra 2021 fyrir vel hirtan garð og snyrtilegt umhverfi. Einnig voru það bændurnir að Efri-Rauðalæk, þau Guðmundur Björgvinsson og Eva Dyröy sem hlutu viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi á Efri-Rauðalæk.

Formaður Umhverfisnefndar, Hjalti Tómasson, afhenti umhverfisverðlaunin fyrir hönd umhverfisnefndar, núna í vikunni. Klukkublóm á Hellu sá um verðlaunin.

Rangárþing ytra óskar öllum innilega til hamingju með verðlaunin.

Bjarni Gunnarsson og Ólína Magný Brynjólfsdóttir að Sigöldu 4 hlutu verðlaun fyrir vel hirtan garð og snyrtilegt umhverfi.
Bændurnir að Efri-Rauðalæk, þau Guðmundur Björgvinsson og Eva Dyröy sem hlutu viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi á Efri-Rauðalæk.