8.9 C
Selfoss

Nýtt deiliskipulag fyrir Stöng og Gjánna tekur gildi

Vinsælast

Nýtt deiliskipulag fyrir Stöng og Gjánna í Þjórsárdal hefur tekið gildi. Skipulagssvæðið er í tvennu lagi, annars vegar Stöng og nágrenni og hins vegar Gjáin. Fyrirhugað er að stækka núverandi hús, sem byggt var yfir rústir Stangarbæjarins. Sunnan Rauðár hafa verið útbúin bílastæði, gerð göngubrú yfir Rauðá, áningarstaður norðan hennar og stígur fyrir hreyfihamlaða að Stangarbænum. Salernishús og geymsla verða byggð við bílastæðið.

Deiliskipulag fyrir Gjána gerir ráð fyrir stíg fyrir hreyfihamlaða frá Stöng að Gjánni. Gerð verður hringleið um Gjána með brúm yfirr ár og læki ásamt útsýnispöllum/áningarstöðum. Einnig tröppustígur í Gjána að austanverðu.

 

Nýjar fréttir