7.3 C
Selfoss

Breytum Íslandi

Vinsælast

Ef svo vel tekst til eftir næstu alþingiskosningar að frjálslyndu flokkarnir þrír Samfylking, Viðreisn og Píratar ná að mynda ríkisstjórn, væntanlega með aðild Vinstri grænna, en 70% kjósenda þeirra vilja ekki framhald af þeirra félagsskap núna, ætli það að vera eitt af fyrstu verkum þeirrar ríkisstjórnar að gera þingsályktunar samþykkt um að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið þar sem þær strönduðu á sínum tíma, þá mjög langt komnar. Niðurstaðan yrði síðan lögð í þjóðaratkvæði. Það er lýðræði. Aðild hefur eftirfarandi kosti:

  1. Tenging við Evru gefur okkur lægri vexti og tryggir okkur fyrir þeim óstöðuleika sem er á krónunni og hefur oft valdið okkur miklum skaða, sem nefna mætti dæmi um
  2. við myndum eiga sæti við borðið þar sem lög og reglur eru settar, hafa þar tillögurétt og neitunarvald. Ekkert tekur gildi nema öll ríkin samþykki. Eitt nei þýðir að málið er fallið.
  3. Evrópusambandið seilist aldrei inn í þjóðarauðlindir einstakra ríkja. Við munum því hafa fiskveiðilögsögu okkar og aðrar auðlindir óskertar.
  4. Vestur- Evrópuríki eru fremst þjóða í lýðræði og góðri afkomu. Inni í þessi lönd sækja hrjáðir flóttamenn alls staðar frá. Yfirburðastaða Evrópusambandsríkja er fyrst og fremst að þakka að jafnaðarstefnan hefur nú á annað hundrað ár verið þar öflug. Ég er stoltur af því að ömmubróðir minn, Þorsteinn Erlingsson, hefur verið nefndur fyrsti jafnaðarmaðurinn á Íslandi. Hann kynntist jafnaðarstefnunni í Danmörku og reyndi að kynna hana á Íslandi, í ljóðum, ræðum og riti.
  5. Við erum nú þegar með verulega aðild í gegn um EFTA og er samstaða um þá ákvörðun. „Stofnanir Evrópusambandsins lúta fullveldi þjóðríkjanna en drottna ekki yfir þeim,“ segir Jón Sigurðsson, fyrrverandi forystumaður í Framsóknarflokknum í Fréttablaðinu þann 20. janúar sl.
  6. Nýlega kom út á vegum landbúnaðarráðuneytisins skýrsla um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland. Þar er vakin athygli á því að Evrópusambandinu nýtur landbúnaður í veigamiklum atriðum betri starfsskilyrða en hér á Íslandi (Ragnar Árnason, mbl. sbr. 31 júlí 2021.).
  7. Evrópusambandið vinnur af eftirfarandi málum:
    1. Baráttu gegn verðsamráði, einokun og markaðsmisnotkun stórfyrirtækja.
    2. Samstilling sjúkratrygginga í Evrópu.
    3. Neytendavernd, ferðafrelsi, dvalarfrelsi, námsfrelsi og starfsfrelsi.
    4. Umhverfisvernd og minnkunar mengunar og eiturefna.
    5. Frjálsan og jafnan markaðsaðgang og athafnafrelsi.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa ráðið málum hér í nær öllum ríkisstjórnum á lýðveldistímanum, annar hvor eða báðir þótt þessir flokkar séu nú að því virðist varanlega miklu minni en áður í fylgi eru völdin óbreytt. Nú er mál að breyta til.

Samfylkingin er sá flokkur á Íslandi sem hefur jafnaðarstefnu sem meginmarkmið. Öflug jafnaðarstefna og gott samstarf við aðrar lýðræðisþjóðir á að vera meginmarkmið okkar.

Sigurjón Erlingsson.

Nýjar fréttir