6.1 C
Selfoss

Ekki allir sáttir við að aspirnar verði felldar

Vinsælast

Íbúum á Selfossi barst til eyrna í gærkvöldi að Vegagerðin hyggðist að beiðni Lögreglunnar fella aspir sem standa við Austurveginn á Selfossi frá hringtorginu við Ölfusárbrú út að Tryggvagötu. Umræður sköpuðust um málið á samfélagsmiðlum og ekki eru allir á eitt sáttir. Sumir vilja halda trjánum, meðan öðrðum finnst þau megi víkja.

 

Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi í Árborg lét hafa eftir sér að hann hafi lengi verið hrifinn af trjánum í miðbænum enda fyrir löngu stimplað sig inn í bæjarmyndina og setji sterkan svip á bæinn. Í pósti á Facebook segir Kjartan m.a: „Ég sem kjörinn fulltrúi hef hvergi séð þessar óskir og leyfi mér að mótmæla því að trén verði tekin niður í skjóli nætur án allrar umræðu. Það er mín skoðun. Ég hef óskað eftir því formlega að framkvæmdinni í kvöld verði frestað til að kynna og ræða betur.“

Einum íbúa kom það spánskt fyrir sjónir að Vegagerðin gæti tekið slíkar ákvarðanir án þess að bera undir sveitarfélagið eða íbúa. Hvort væri hægt að gera þetta með öðrum hætti eins og að klippa þær til og snyrta.

Annar taldi sig skilja fullvel hversvegna trén væru fjarlægð, en þau skyggðu verulega á útsýni og gangandi vegfarendur væru í hættu.

Að svo stöddu stendur enn til að fjarlægja trén en nú er óvíst hvort þessi sjónarmið nái eyrum Vegagerðarinnar áður en það er of seint.

Nýjar fréttir