11.7 C
Selfoss
Home Fréttir Við skreppum í þetta annað slagið

Við skreppum í þetta annað slagið

0
Við skreppum í þetta annað slagið
Gunndís Sigurðardóttir og Hrefna Kristinsdóttir stóðu í ströngu við að snyrta í kringum Pálmatrésblokkirnar ásamt fleirum. Einstök samstaða er í blokkunum enda ber umhverfið þess merki.

Það þótti blaðamanni ekki trúlegt þegar stöllurnar Gunndís Sigurðardóttir og Hrefna Kristinsdóttir sögðust skreppa út tvisvar yfir sumarið til að dytta að garðinum kringum Pálmatrésblokkirnar við Austurveg. Garðurinn við blokkirnar og reyndar umhverfið allt hefur verið margrómað af bæjarbúum fyrir staka snyrtimennsku. Íbúarnir eru samheldnir með það að halda garðinum við, en í blíðunni í síðustu viku voru fjórar konur að snyrta til og hreinsa. „Við kannski sleppum slættinum, látum karlana um það, en annað svona grípum við í, segja þær brosandi.