8.9 C
Selfoss

Skólahald Stekkjaskóla hefst í Bifröst við Vallaskóla

Vinsælast

Vegna tafa sem orðið hafa á framkvæmdum við húsnæði og skólahald í Stekkjaskóla mun skólastarf Stekkjaskóla hefjast í frístundaheimilinu Bifröst sem staðsett er við Vallaskóla á Selfossi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sveitarfélaginu Árborg.

Alls er áætlað að 120 nemendur hefji nám sitt í haust við Stekkjaskóla, en þeir eru í 1. – 4. bekk.

Samkvæmt tilkynningunni er áætlað að nemendur geti farið í húsnæði Stekkjaskóla þann 20. september nk.

Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér.

Nýjar fréttir