7.3 C
Selfoss

Suðurlandsdjazz um verslunarmannahelgi

Vinsælast

Dagana 31. júlí og 1. ágúst næstkomandi munu þau Unnur Birna & Björn Thoroddsen koma fram og spila ljúfa tóna í góða veðrinu sem spáð er núna víðsvegar um Suðurland næstu daga. Báðir tónleikarnir hefjast kl. 15 og eru utandyra. Frítt er á tónleikana ásamt því að Þjónað verður til borðs fyrir gesti.

Á laugardeginum koma þau Unnur Birna & Björn Thoroddsen fram við Tryggaskála. Þau verða ekki ein ,en með þeim verða Selfyssingarnir Skúli Gíslason trymbill & Sigurgeir Skafti Flosason bassaleikari. Þessi grúppa hefur ferðast víðsvegar um landið við einkar góðan orðstýr.

Á sunnudeginum verða þau Björn & Unnur ásamt Sigurgeiri Skafta við Skyrgerðina í Hveragerði að leika við hvurn sinn fingur. Verkefnið er styrkt af upbyggingarsjóði SASS.

Hlökkum til að sjá ykkur á Suðurlandsdjazzinum um verlsunarmennahelgina.

Menningarfélag Suðurlands.

Nýjar fréttir