8.9 C
Selfoss

Suðurlandsdjazzinn í Tryggvaskála

Vinsælast

Tónleikaröðin Suðurlandsdjazzinn snýr aftur og verður alla laugardaga í sumar í Tryggvaskála.

Laugardaginn 10. júlí ríður á vaðið stórsöngkonan Kristjana Stefánsdóttir og með henni leika Vignir Þór Stefánsson á píanó og Sigurgeir Skafti Flosason á bassa. Tónleikar hefjast klukkan 15:00 við Tryggvaskála ef veður leyfir annars færum við okkur inn í sal. Frítt er á tónleikana og glæsileg tilboð hjá vertinum.

Verkefnið er styrkt af Sass.

Hlökkum til að sjá ykkur.

 

Nýjar fréttir