7.3 C
Selfoss

Ókeypis tíðavörur í Grunnskólanum í Hveragerði

Vinsælast

Fyrir bæjarstjórn Hveragerðisbæjar lá tillaga frá fulltrúum Okkar Hveragerðis um að bæjarfélagið legði til fjármagn vegna kaupa á tíðavörum fyrir nemendur Grunnskólans í Hveragerði frá og með næsta hausti. Tillagan var samþykkt samhljóða. Í bókun Okkar Hveragerðis kemur fram að:  „Ísafjarðarbær og Skagafjörður hafa bæst í hóp þeirra sveitarfélaga sem hyggjast bjóða upp á ókeypis tíðavörur í öllum grunnskólum og félagsmiðstöðvum í haust. Það er, dömubindi og túrtappa. Í mars ákvað borgarstjórn Reykjavíkur að bjóða upp á slíkt hið sama. Í fleiri sveitarfélögum, eins og Hafnarfirði og Múlaþingi, er það til skoðunar að gera tíðavörur gjaldfrjálsar í skólum. Umræða um kostnað við tíðavörur í samhengi við jafnrétti kynjanna hefur verið hávær undanfarin ár og teljum við mikilvægt að bregðast við og ganga í lið með þeim sveitarfélögum sem nú þegar hafa farið þessa leið.“

Feministafélag skólans kom boltanum af stað

Nemendur Grunnskólans í Hveragerði starfrækja Feministafélag innan skólans, en félagið hefur m.a. safnað fyrir og/ ðefa fengið gefins tíðavörur frá fyrirtækjum. Nokkuð óhagræði þykir með fyrirkomulagið, en ekki er hægt að velja gerðir, stærðir og annað með þessum hætti. Þá lýsir félagið sig reiðubúið til að halda utan um innkaup og úthlutun í samstarfi við skrifstofu skólans.

Svona frumkvæði mikilvægt

„Við hér í Hveragerði höfum alltaf kunnað að meta það þegar krakkar sýna frumkvæði og koma ábendinum um það sem betur má fara á framfæri.   Það er mikilvægt að grípa þetta frumkvæði og sýna nemendum að við viljum vinna með þeim að þeim hugðarefnum og málum sem á þeim brenna, stórum sem smáum“, segir Aldís Hafsteinsdóttir um verkefnið.

Nýjar fréttir