-1.6 C
Selfoss

Heimasmíðaðir hamborgarar

Vinsælast

Matgæðingur vikunnar er að þessu sinni enginn annar en Ari Svansson.

Ég vil byrja á því að þakka litla frænda fyrir þessa miklu áskorun.

Grillið verður oftast fyrir valinu í þau skipti sem ég elda á mínu heimili svo það liggur beinast við að koma með eitthvað á það.

Heimasmíðaðir hamborgarar

Hráefni

  • 500 gr. nautahakk
  • 4-6 sneiðar bacon
  • 1/2 piparostur
  • 1 stk egg
  • dass af truffluolíu og bbq sósu
  • Salt og hamborgarakrydd eftir smekk

Aðferð

  1. Skera bacon í litla bita og steikja
  2. Rífa ostinn með rifjárni
  3. Muna að brjóta eggið
  4. Svo er öllu blandað vel saman við hakkið og einfaldar það lífið mikið að fara í einnota hanska áður.
  5. Hnoða í vegleg buff að lágmarki 250 gr. annað er bara forréttur.
  6. Smella þeim á sjóðheitt grillið, þar má pensla með bbq sósu fyrir þá sem það vilja og ekki skemmir fyrir að hafa einn bauk út á grilli.
  7. Svo er bara að hleypa hugmyndafluginu á loft í vali á meðlæti.

Þar sem ég er mun meira fyrir eftirrétti en frændi þá mæli ég með grilluðum bönunum með súkkulaði eftir smekk, en suðusúkkulaði er samt það eina sem passar. Svo þarf auðvitað að hafa kjörís með.

Ég skora á mikinn boltakastara og frænda minn Teit Örn Einarsson.

Random Image

Nýjar fréttir