3 C
Selfoss
Home Fréttir Eldgos

Eldgos

Eldgos
Smellið til að stækka mynd.
Smellið til að stækka mynd.

Hannyrðabúðin státar af því að þjóna öllum sem hafa yndi af hannyrðum og ekki síst útsaumi. Við leggjum metnað í að vera með mikið úrval af hverskyns efnum í metratali og í bútum og útsaumsgarni af öllum gerðum sem og munstrum og bókum og öðru sem tilheyrir.

Hér fylgir lítið munstur sem sauma má út með krosssaumi og gera meðal annars að mynd eða púða og fer þá stærðin eftir því hvaða grófleiki er valinn af efni. Ef t.d. er valinn súdan strammi sem er með 2,5 spor á sm verður myndin um 14 x 17 sm að stærð. Ef hinsvegar er valið að sauma út í aida efni eða stramma sem er með 5 spor á sm verður hún helmingi minni eða 7 x 8,5 sm.

Við erum ávallt tilbúnar að hjálpa við undirbúninginn og þetta verkefni hentar bæði fyrir byrjendur og lengra komna.

Hönnun: Alda Sigurðardóttir