-1.6 C
Selfoss

Slippfélagið opnað á Selfossi

Vinsælast

Málningarverslunin Slippfélagið opnaði dyr sínar á Selfossi í dag að Austurvegi 58, þar sem Flying Tiger var áður til húsa. Verslunin leggur áherslu á gott rými og fjölbreytt úrval af vörum. Slippfélagið hefur verið í mikilli sókn undanfarin ár en verslunin á Selfossi er sú sjötta á 8 árum.

„Við leggjum mikla áherslu á innlenda framleiðslu og erum með eigin framleiðslu á flestum tegundum, en seljum einnig gæðamálningu frá Finnlandi. Það sem við erum með nýtt hérna á Suðurlandi eru listamannavörur, sem hefur ekki verið í boði á þessum skala á Suðurlandi áður. Slippfélagið rekur sérverslun og innflutning á listamannavörum í Fellsmúla í Reykjavík og er stór hluti af því úrvali hjá okkur á Selfossi,“ segir Ragnar Hólm Gíslason, verslunarstjóri Slippfélagsins á Selfossi.

Allir fjórir starfsmenn verslunarinnar eru faglærðir og sjálfur er Ragnar málarameistari.

Nýjar fréttir