9.5 C
Selfoss

Bláskógabyggð eykur fjármagn til viðhalds á eignum sveitarfélagsins

Vinsælast

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt að mála og sinna viðhaldi á þremur fasteignum sveitarfélagsins. Um er að ræða íþróttahúsið á Laugarvatni, grunnskólann í Reykholti. Í samtali við Helga Kjartansson, oddvita Bláskógabyggðar kom fram að mikilvægt hafi verið að fara í þessi málningarverkefni svo viðhaldi þessa fasteigna væri viðunandi. „Ástandið á íþróttahúsinu á Laugarvatni er sýnu verst en sveitarfélagið fékk þá fasteign í gjöf frá ríkinu þegar kennsla í íþrótta- og heilsufræði færðist frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Þessi málningarverkefni voru ekki á fjárhagsáætlun ársins en ákveðið hafi verið að fara í þessi verkefni svo húsin fari ekki að liggja undir skemmdum en það getu verið mjög dýrt að fresta viðhaldi,“ sagði Helgi í samtali við blaðið.

-gpp

Nýjar fréttir