7.3 C
Selfoss

400 km á eigin handafli

Vinsælast

Arnar Helgi Lárusson lauk hjólaferð sinni á Selfossi eftir að hafa hjóla um 400 kílómetra á með höndunum á sérútbúnu hjóli. Ferðin hófst á Höfn í Hornafirði en samkvæmt upplýsingum tókst ferðin vel og Arnar Helgi ánægður með árangurinn. Ferðin var farin til að vekja athygli á hreyfingu hreyfihamlaðra og í leiðinni safna peningum til kaupa á sérstökum fjallahjólum fyrir hreyfihamlaða. Hjólin vill svo Arnar lána til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Arnar lenti í mótorhjólaslysi þegar hann var 26 ára gamall og lamaðist frá brjósti og niður eftir slysið. Hann hefur þó ekki látið það stoppa sig í afrekunum.

Nýjar fréttir