8.9 C
Selfoss

Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka

Vinsælast

Dagana 25. – 26. júní verður Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka. Hátíðin hefst þó fimmtudaginn 24. júní þar sem íbúar eru hvattir til að halda götugrill og skreyta heimili sín. Dagskráin er nokkuð þétt skipuð með viðburðum fyrir unga sem aldna.

Föstudagur 25. júní

Kl. 17 verður svokallaður Jónsmessubolti UMFE. Keppt verður í brennibolta við Barnaskólann á Eyrarbakka og skráning liða fer fram á staðnum. Áhorfendur hvattir til að mæta og hvetja liðin áfram. Þá verða grillaðar pylsur og drykkir í boði að leik loknum.

Um kvöldið kl. 20 – 21 verður samsöngur í Húsinu. Heimir Guðmundsson leikur undir söng á elsta píanó á Suðurlandi. Sungið verður úr Skólaljóðunum og hver syngur með sínu nefi.

Fyrir þá sem ætla sér ekki beint í háttinn eftir samsönginn geta rúllað sér yfir á Rauðabarinn og kneyfað fram til miðnættis.

Laugardagur 26. júní

Kl. 10:00 Jóga | Helga Guðný Jónsdóttir
Mæting á bryggju verður tekið mið af flóð og fjöru. Róleg jógastund í gullströndinni við sjávarniðinn

Kl. 10:00 – 20:00 Verslunin Bakkinn | Frír ís fyrir börnin um miðjan daginn

Kl. 11.00 – 18.00 Söfnin á Eyrarbakka
Opið í Byggðasafni Árnesinga í Húsinu, Sjóminjasafninu og Kirkjubæ, ókeypis aðgangur í öll safnhúsin. Sýningin Missir verður í borðstofu Hússins.

Kl. 12:00 Leikhópurinn Vinir við Sjóminjasafnið
Leikhópurinn Vinir skemmtir ungum sem öldnum með leiksýningunni Ævintýrið

Kl. 12:00 – 15:00 Kofar á bílastæði Rauða hússins og Byggðasafnsins
Árgangur 2006 við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri munu vera með kleinur, kaffi og safa til sölu. Fjáröflun fyrir útskriftarferð 2022

Kl 12:00 – 16:00 Markaðstjald, Bílskúrssala og skottsala
Markaðstjald og bílskúrsölur verða á Túngötu 50 og Hjallavegi 2 og 3. Öllum frjálst að koma og vera með skottsölu á planinu milli sjoppunnar of gamla frystihúsins

Kl. 12:00 – 16:00 Leiktæki frá Skátalandi á Garðstúni

Kl. 13:00 Sirkus Íslands í garði Hússins

Kl. 13:00 – 15:00 Brunavarnir Árnessýslu | Bílastæðið við sjóminjasafnið

Kl. 13:30 – 15:30 Sætaferðir bjóðast á hestvagni
Sætaferðir á hestvagni stuttan spöl um Eyrarbakka bjóðast frá Sjóminjasafninu

Kl. 14:00 – 16:00 Kjötsúpa
Rauðahúsið mun matreiða íslenska kjötsúpu. Frítt fyrir þá sem mæta með eigin ílát

Kl. 14:00 – 15:00 Þrautabraut

Kl. 14:00 Slökkvibíllinn og Fergussoninn hans Óla í Mundakoti | Verða á ferðinni um þorpið og í framhaldi til sýnis við Kirkjutorg

Kl. 15:30 Bassi Maraj verður með tónlistaratriði 

Kl. 20:00 Jónsmessubrenna – ATH BREYTT TÍMASETNING
Að venju verður Jónsmessubrenna í fjörunni vestan við Eyrarbakka. Að þessu sinni ávarpar Guðmundur Ármann samkomugesti. Söngur, glens og gaman að hætti Eyrbekkinga.
Setning/kynning | Charlotte Sigrid á Kósini
Hátíðarræða | Guðmundur Ármann
Elín Karlsdóttir flytur lagið Galaxy
Brynjar Örn Sigurðsson tendrar brennuna
Gunnar Geir leiðir söng

Kl. 22:00 – 00:00 Kjallarinn á Rauða Húsinu
Fjörið heldur áfram að venju fram eftir kvöldi í Kjallaranum á Rauða. Aldurstakmark 18 ára.

Björgunarsveitin Björg býður ungum og öldnum að veiða frítt í Ölfusárósi fyrir landi Eyrarbakka dagana 24. til 26. júní 2021.

Jónsmessuhátíðin er styrkt af Sveitarfélaginu Árborg, Björgunarsveitinni Björg, Ungmennafélagi Eyrarbakka, Slysavarnadeildinni Björg á Eyrarbakka, Byggðarsafni Árnesinga, Rauða húsinu, Versluninni Bakkanum og Southdoor.

Nánar á Facebooksíðu Jónsmessuhátíðar Eyrarbakka

Nýjar fréttir