Deildarmyrkvinn sást að hluta á Selfossi

Myndin var tekin á Selfossi gegn um skýjahuluna. Mynd: GPP

Vafalítið hafa áhugasamir litið út fyrir þegar deildarmyrkvinn átti sér stað nú í morgun. Á Selfossi náðist myndin hér að ofan, en þegar myrkvinn var í hámarki var alskýjað og rigning og ekki sást til sólar. Vonandi hafa náðst góðar myndir af myrkvanum í hámarki einhversstaðar á Suðurlandi og gjarna má senda þær til birtingar á veffangið gunnar@dfs.is.