6.7 C
Selfoss

Byggt nýtt húsnæði fyrir Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita á Laugarvatni

Vinsælast

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt að byggja nýtt húsnæði undir starfssemi Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita á Laugarvatni. Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita er byggðasamlag Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps, Hrunamannahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Flóahrepps og Ásahrepps um skipulags- og byggingamál. Embættið hefur verið í húsnæði á Laugarvatni sem er í eigu Bláskógabyggðar sem er orðið of lítið fyrir starfsemina. Í samtali við Helga Kjartansson, oddvita Bláskógabyggðar, kom fram að  ráðgert er að byggja húsið á lóð sem er fyrir vestan íþróttahúsið. Á því svæði er búið að skipuleggja lóðir fyrir verslun- og þjónustu. „Næstu skref í málinu eru að taka ákvörðun um hvort fara eigi í alútboð á verkinu eða aðra leið.  Við áætlum að húsið verið tekið í notkun síðla árs 2022 og hlökkum til að geta boðið starfsfólki og viðskiptavinum upp á betri aðstöðu. Það eru mikil umsvif hjá embættinu, enda mikið byggt á því svæði sem það þjónar.“

 

Nýjar fréttir