-7.1 C
Selfoss

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur í Þorlákshöfn helgina 5.-6. júní

Vinsælast

Að þessu sinni er einnig verið að fagna 70 ára afmæli Þorlákshafnar. Sjómannadagshelgin er fyrsta afmælishelgin af mörgum en afmælisdagskrá verður fyrstu helgi hvers mánaðar út árið 2021.

Laugardaginn 5. júní verður dagskrá við bryggjuna þar sem keppt verður í sjóboðsundi og koddaslag og svo verður ýmis önnur skemmtileg afþreying bæði í sjó og á landi. Þá verður einnig opnuð ný afmælismyndlistar- og sögusýning í römmunum við Selvogsbraut.

Sunnudagurinn 6. júní hefst með Sjómannadagsmessu og dagskrá í Skrúðgarði byrjar um hádegi. Björgunarsveitin Mannbjörg verður með kaffihlaðborð þar sem ágóði rennur í þeirra góða starf.

Hægt er að kynna sér dagskrána nánar inn á facebook síðunni Hamingjan við hafið.

 

Nýjar fréttir