1.1 C
Selfoss

Hringferð um Ræktum Ísland

Vinsælast

Fyrsti fundur í hringferð um Ræktum Ísland!, umræðuskjal um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland, fer fram í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri kl. 20 í kvöld. Alls er boðað til 10 opinna funda um allt land á næstu 16 dögum. Á Suðurlandi verða fundirnir haldnir áHöfn í Hornafirði þann 10. júní kl. 12 í Nýheimum. Þá verður fundur í Þingborg í Flóahreppi þann 14. júni kl 20.
Ásamt ráðherra kynna þau Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, og Hlédís H. Sveinsdóttir, ráðgjafi og verkefnastjóri, umræðuskjalið. Þar er að finna meginatriði eða tillögur í 19 efnisköflum sem lagt er til að verði lögð til grundvallar við endanlega gerð landbúnaðarstefnunnar og aðgerðaráætlunar í samræmi við hana.

„Ræktum Ísland! var birt á samráðsgátt stjórnvalda. Þær umsagnir sem þar komu fram gefa fyrirheit um að skjalið geti orðið grundvöllur að víðtækri sátt um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland. Í kvöld hefst síðan næsti fasi þessa mikilvæga verkefnis – við munum á næstu 16 dögum halda alls 10 fundi um allt land. Þetta er lykilatriði við mótun landbúnaðarstefnu; náið samráð við fólkið í landinu. Ég hvet alla til að mæta til þessara funda, hlusta eftir þeim hugmyndum sem liggja fyrir og láta í sér heyra varðandi framhaldið enda er tilgangurinn með þessum fundum fyrst og að hlusta eftir viðhorfi fólks, hugmyndum og ábendingum,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Nýjar fréttir