1.7 C
Selfoss

Alþjóðaflugvöllur á Geitasandi milli Hellu og Hvolsvallar

Vinsælast

Guðni Ragnarsson.

Þörf er á nýjum Alþjóðaflugvelli á Íslandi þar sem alþjóðaflug bæði með farþega og vöruflutninga er sífellt að aukast. Við Íslendingar búum á eyju og þurfum á góðum samgöngum að halda til að vera sem best búin fyrir framtíðina, einnig er nauðsynlegt fyrir sjávarútveginn og ferðaþjónustuna í landinu að hafa góða gátt til nágrannalanda okkar sem og annara heimsálfa. Skortur er á umskipunar-carcoflugvöllum og hentar Ísland staðsetningarlega mjög vel til þess.  Flugvöllur þessi þarf að vera á stað sem veðurfar og landslag hindra ekki komu véla til landsins, jafnfram þarf flugvöllurinn að uppfylla þau skilyrði að geta verið varaflugvöllur fyrir Keflavík og öfugt.  Flugvöllur milli Hellu og Hvolsvallar er trúlega besti kostur fyrir nýjan alþjóðaflugvöll á Íslandi, nánast allir þættir gera staðinn fýsilegan.

Samkvæmt veðurathugunum, kemur þetta svæði mjög vel út.  Algengust er ríkjandi NNA-átt eða frá 020 til 055 gráður réttvísandi og væri sú braut langsamlega mest notuð, en einning getur komið sterk SA-átt sem gerið það að verkum að braut um 150 gráður þyrfti að koma líka til að gera flugvöllinn færan flesta daga ársins. Hefur flugvöllurinn á Hellu hæstan nothæfisstuðul á Suðurlandi samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir SASS af Guðrúnu Nínu Petersen hjá Veðurstofu íslands.

Aðstæður á milli Hellu og Hvolsvallar eru mjög hentugar. Stórt landssvæði með mjög hentugu undirlagi og lítilli byggð. Þetta svæði er í eigu hins opinbera. Ódýrt ætti að vera að byggja flugvöll upp á þessu svæði þar sem ekki þurfi að fara í stórfeldar jarðvegskipti, (á þó eftri að gera jarðvegsrannsóknir)

Alþjóða flugvlöllur krefst töluverðs mannalfa, og telur skýrsluhöfundar, svæðið geta uppfyllt það, flugvöllurinn yrði staðsettur á milli Hellu og Hvolsvallar og stutt yrði fyrir starfsmenn að koma þaðan í vinnu en trúlega myndi flugvöllurinn hafa bein áhrif á atvinnusvæðinu frá Vík í Mýrdal til Hveragerðis. Mikil geta er til uppbyggingar á þessu svæði og það vel í stakk búið að taka við svona stóru verkefni.

Flugvöllurinn mundi styrkja sjávarútveginn á Suðurlandi, en  sívaxandi krafa er á ferskum fiski til meginlandana sitthvoru megin við okkur og myndi þetta stytta flutningsleiðir fyrir ein stærstu sjávarútvegsplásin okkar, Höfn í Hornarfirði og Vestmannaeyjum, sem myndi jafnframt minnka mikið slit á vegum og kostnað  vestan Hellu

Flugvöllurinn væri í hjarta túrismans á Íslandi, miðsvæðis um helstu náttúruperlur Íslands, svo sem Gullna hringinn, Seljalands- og Skógafoss, og  Jökulárslón. Sem gæti minnkað stórum umferð á vegum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.

Flugvöllurinn myndi nýtast sem

  1. Millilandaflugvöllur
  2. Viðskiptaflug
  3. Carcoflug
  4. Innanlandsflug, leiguflug
  5. Landhelgisgæslu
  6. Sjúkraflug
  7. Einkaflug, kennslu og æfingarflug
  8. Varaflugvöllur fyrir millilandsflug og innanlandsflug

Í framtíðinni mun flug á milli landa trúlegast aukast margfalt, og umhverfisvænni flugvélar koma fram á sjónarsviðið, þegar eru í þróun rafmagnsflugvélar og er umhverfisáhrif mun minni af þeim bæði af völdum losun á koltvísýringi og hljóðmengunar, og er trúlegt að eftisókn í að hafa flugvelli nálægt borgum muni aukast, þegar flugvélaumferð verður hljóðlátari og umhverfisvænni.

Eldgosið í Geldingardal hefur sýnt það ekki er vænlegt að hafa tvo stóra flugvelli hlið við hlið á Reykjanesshryggnum og tel ég að ekkert annað byggðarlag geti boðið fram jafnt gott svæði til flugrekstar.

Ég vil beina því til sveitarstjórnarmanna í Rangárvallasýslu að vinna saman að svo metnaðarfullu tækifæri sem alþjóðaflugvöllur væri fyrir okkar byggðarlag. Þetta myndi gjörbreyta atvinnutækifærum og fjölbreytileika starfa á svæðinu, einnig myndi þetta styðja ferðaþjónustuna sem fyrir er á svæðinu. Síðast og ekki síst myndi þetta verða til þess að  fjölga vel borguðum störfum og auka mannlíf sýslunnar.

Guðni Ragnarsson

Atvinnuflugmaður

Nýjar fréttir