12.8 C
Selfoss

Árshátíð Víkurskóla

Vinsælast

Undanfarnar tvær vikur hafa nemendur og kennarar í Víkurskóla lagt nótt við dag að undirbúar árshátíð skólans. Aflýsa þurfti árshátíðinni á síðasta ári  vegna sóttvarnarráðstafana, því var eftirvænting nemenda meiri en nokkru sinni áður. Víkurskóli skóli náði með naumindum að halda  árshátíðina þetta árið þar sem tilkynning um hertar sóttvarnaraðgerðir var gerð kunn sama dag og árshátíðin fór fram. Að þessu sinni settu krakkarnir upp verkið Konungur ljónanna, söngleik í þýðingu Ólafs Hauks Símonarsonar sem jafnframt gerði söngtexta. Aðalleikstjórar sýningarinnar voru þær Sif Hauksdóttir og Þorgerður Hlín Gísladóttir. Um förðun sá Salóme Þóra Valdimarsdóttir, Brian Haroldson og jón Indriðason sáum um tónlistina, Máni Blondé sá um hljóðblöndun og starfsmenn þjónustumiðstöðvar Mýrdalshrepps gerðu sviðsmyndina.  Sýningin heppnaðist í alla staði frábærlega og var það mál manna að þetta hefði verið kærkomin skemmtun á lokametrum veirulauss tímabils.

 

Nýjar fréttir