4.5 C
Selfoss

Lóan mætt að kveða burt snjóinn

Vinsælast

Á Stokkseyri býr ungur fugla­áhugamaður og fugla­ljós­myndari, Alex Máni Guð­ríðar­son, sem staðfesti það við Dags­krána að hafa séð til lóunnar á Stokkseyri um liðna helgi. Þá bárust fregnir neðan af Eyrarbakka þar sem tjaldapar sást spígspora um í fjörunni þar. Lóan hefur lengi verið helsti vorboðinn í huga Íslendinga, en jafnan er vísað í ljóð Páls Ólafssonar um lóuna sem kemur að kveða burt snjóinn. Þrátt fyrir komu lóunnar verður kalt í veðri fram yfir páska samkvæmt fyrir­liggjandi veðurspám. Myndin sem prýðir forsíðu Dagskrár­innar að þessu sinni tók Alex Máni í fyrra. Alex heldur úti glæsilegri fuglaljósmyndasíðu á Facebook og Instagram undir nafninu Alex Máni Photography.

Nýjar fréttir