-0.5 C
Selfoss

Vinna við stjórnunar- og verndaráætlun Geysissvæðisins hafin

Vinsælast

Hafin er vinna við stjórnunar- og verndaráætlun Geysis­svæðisins. Svæðið var friðlýst 17. júní á síðasta ári sem náttúru­vætti og er þessi vinna beint framhald af friðlýsingunni. Umhverfis­stofnun og Bláskógabyggð vinna saman að gerð stjórnunar- og verndar­áætlunarinnar, fulltrúar UST í vinnu­hópnum eru þau Þórdís Björt Sigþórsdóttir og Valdi­mar Kristjánsson og full­trúar Bláskógabyggðar eru þau Helgi Kjartansson og Agnes Geirdal. Búið er að vinna tíma- og verkáætlun þar sem einstaka verkþættir eru tilgreindir en gert er ráð fyrir að stjórnunar- og verndaráætlunin taki gildi í september. Stjórnunar- og verndar­áætlunin verður auglýst og kynnt almenningi og um­sagnar­aðilum.
„Ég fagna því að þessi vinna sé farin af stað, það er ábyrgð að friðlýsa og með friðlýsingu verða fjármunir að fylgja með. Geysissvæðið er einn stærsti ferða­mannastaður landsins og mikil náttúruperla, því er mikil­vægt að vernda svæðið, byggja það upp svo það geti tekið við öllum þeim ferðamönnum sem koma að Geysi og um leið að huga að verndargildi þess til komandi kynslóða,“ segir Helgi Kjartansson í samtali við Dagskrána.

Random Image

Nýjar fréttir