1.7 C
Selfoss

Óásættanleg framkvæmd samræmdra prófa

Vinsælast

Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Árborgar sagði óásættanlegt að ítrekað sé notast við óviðunandi prófakerfi á aukafundi sínum. Það skapi aukið álag fyrir nemendur, kennara og skólastjórnendur. Jafnframt raski frestun prófanna öllu skipulagi skólanna svo sem kennsluáætlunum og gildandi skóladagatali. 

„Fræðslunefnd leggur áherslu á að kerfið verði tekið sem fyrst til gagngerrar endurskoðunar og að allt námsmat verði sem mest í formi leiðsagnarmats og vinni þannig í anda hugmyndafræðinnar um skóla án aðgreiningar. Ætíð verði hugað að vellíðan nemenda, leiðbeinandi námsmati og námsframframförum hvers og eins.“

 

Nýjar fréttir