11.7 C
Selfoss

Opið kall eftir þátttakendum í myndbandsverk og gjörning í Listasafni Árnesinga

Vinsælast

Listakonan Anna Kolfinna Kuran auglýsir eftir konum, og öllum sem skilgreina sig sem kona, á aldrinum 11-80+ sem búa í Árnessýslu til að taka þátt í myndbandsverki og kraftmiklum gjörningi sem fer fram í Listasafni Árnesinga í apríl og júní 2021. Myndbandsverkið og gjörningurinn verða hluti af sumarsýningu listasafnins sem opnar 5. júní og mun standa yfir allt sumarið.

Verkin eru hluti af röð verka undir yfirskriftinni “Yfirtaka” þar sem listakonan gerir tilraunir til að taka yfir rými með hjálp kvenna úr mismunandi áttum úr samfélaginu. Sýningin í Listasafni Árnesinga verður fimmta yfirtakan til þessa, en um ræðir verk sem hefur einfalda uppbyggingu og er hugsað sem einskonar athöfn, þar sem litríkur hópur kvenna á öllum aldri notar orku, samstöðu og raddbeitingu til þess að taka yfir rými.

Fyrri sviðsreynsla eða raddþjálfun og íslensku kunnátta eru ekki skilyrði. Allar áhugasamar eru hjartanlega velkomnar að taka þátt.

Áhugasamar geta haft samband við Önnu Kolfinnu hér: annakolfinna@gmail.com

 

Nýjar fréttir