10 C
Selfoss

Mathöll opnar í Mjólkurbúinu í nýja miðbænum

Vinsælast

Í Mjólkurbúinu í nýja miðbænum opnar ný Mathöll í lok sumar. Þar verða samtals átta veitingastaðir, tveir barir og sýning með sæti fyrir 300 manns. Á næstu vikum munu rekstraraðilar í Mjólkurbúinu og miðbænum öllum auglýsa eftir starfsfólki í ný störf. Samkvæmt upplýsingum DFS.is er um að ræða 50 ný störf  sem verða til við opnun þessa fyrsta áfanga miðbæjarins.
Mathöllin mun bjóða alla flóru veitinga og hver staður verður með sitt sérsvið – þarna verða pizzur, hamborgarar, taco, pasta, asískt, skyrskálar og fleira. Nöfnin á þessum veitingastöðum verða gerð kunnug á allra næstu vikum samkvæmt upplýsingum DFS.is.

Nýjar fréttir