1.7 C
Selfoss

Ráðgjöf í tengslum við Uppbyggingarsjóð Suðurlands

Vinsælast

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hefur á síðustu árum gert samstarfssamninga við þekkingarstofnanir víða um Suðurland og búa því yfir öflugu teymi ráðgjafa og verkefnastjóra vítt og breitt um landshlutann. Eru ráðgjafar m.a. með aðsetur á Selfossi, Hvolsvelli, Vík í Mýrdal, Vestmannaeyjum, Kirkjubæjarklaustri og Hornafirði. Hluti af þjónustu SASS er að veita ráðgjafaþjónustu á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningarmála og veitir m.a. ráðgjöf við mótun verkefna og eftirfylgni með Uppbyggingarsjóði Suðurlands og er þjónustan endurgjaldslaus.

Nýlega hefur ráðgjafavefur SASS, www.sass.is/radgjof, verið endurnýjaður að miklu leyti og þá sérstaklega hvað varðar stoðefni og leiðbeiningar við gerð styrkumsókna í Uppbyggingarsjóð. Þar má einnig finna upplýsingar og leiðbeiningar í tengslum við aðra fjármögnun, menningarmál og markaðsmál.

Þjónusta SASS felur einnig í sér handleiðslu og leiðbeiningar um annað stoðkerfi atvinnulífs og menningar. Því hvetjum við alla þá sem búa yfir verkefnahugmyndum á þessum sviðum að eiga samtal við ráðgjafa á vegum SASS og leita í sameiningu að þeim leiðum sem skila sem bestum árangri.

Á heimasíðu SASS má finna allar upplýsingar um þjónustuna og ráðgjafa sem starfa á vegum SASS. Þar er einnig hægt að panta tíma í ráðgjöf, hvort sem er á stað-, fjarfundi eða í gegnum síma. Einnig má hafa beint samband við ráðgjafa á svæðinu.

Að lokum viljum við vekja athygli á að umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð Suðurlands rennur út þriðjudaginn 2. mars klukkan 16:00, sjá nánar: www.sass.is/uppbyggingarsjodur.

 

Nýjar fréttir