8.9 C
Selfoss

Áheitaprjóni lokið

Vinsælast

Þessu verkefni Kvenfélagsins Einingar, Hvolhreppi er nú lokið og hefur gengið alveg ótrúlega vel gefið okkur ómælda ánægju. Takmarkið var að prjóna 300 hluti á tímabilinu 1. nóvember til 1. febrúar. Konur bæði innan félags og utan hafa prjónað af fullum krafti og erum við nú búnar að prjóna nærri 500 stykki. Fyrir jól fórum við með 160 stk. og afhentum á valda staði í Reykjavík. Okkkur langaði að koma þessu sem fyrst til þeirra sem þurfa virkilega á hlýjum flíkum að halda. Við fengum sveitarstjórann okkar til að votta að tala væri rétt og allt löglegt. Restin fer nú í byrjun febrúar. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt verkefni og hefur gefið okkur mikið. Við fórum af stað með verkefnið til að halda einhverri starfsemi í gangi þennan langa covid vetur og hefur það sannarlega gert það. Þó við höfum ekki getað hittst neitt að ráði höfum við vitað að það eru konur um allt að vinnna að þessu verkefni. Við erum öllum þessum konum innilega þakklátar fyrir þeirra framlag og eins þeim sem gáfu okkur garn. Okkur reiknast til að nú séu konurnar búnar að prjóna í um 1800 stundir eða 45 vinnuvikur.

Við leituðum eftir áheitum frá einstaklingum og fyrirtækjum á svæðinu og á landsvísu.   Áheitasöfnun hefur gengið sæmilega. Höfum fengið áheit frá mörgum einstaklingum en fyrirtæki á svæðinu hefðu mátt taka betur þátt og stutt við bakið á okkur. En við þökkum öllum þeim sem hafa tekið þátt hjartnlega fyrir þeirra framlag.

Það verður hægt að leggja inn á áheitareikninginn til 10. febrúar ef einhver hefur misst af:  Reikningsnúmer er 0133-15-000289 kt. 540601-2750

Björgunarsveitinni Dagrenningu verður svo afhentur afraksturinn fljótlega.

 

 

 

 

Nýjar fréttir