11.7 C
Selfoss

Art á Suðurlandi með tryggt fjármagn til eins árs

Vinsælast

Í fundargerð Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga kemur fram að stjórnin fagni því að félags- og barnamálaráðherra hafi tryggt verkefninu nægilegt fjármagn til eins árs. Þá leggur stjórn jafnframt áherslu á að verkefninu sé tryggt fjármagn til fleiri ára í framhaldinu. „Stjórn hvetur félags- og barnamálaráðherra til að ganga strax frá nýjum samningi og að gildistími samningsins sé til fimm ára þannig að hægt verði að eyða óvissu og halda áfram þessu mikilvæga verkefni í þágu fjölskyldna og barna. Þörfin fyrir ART verkefnið er alltaf til staðar og COVID-19 ástandið hefur enn frekar undirstrikað mikilvægi þess.“

 

Nýjar fréttir