4.5 C
Selfoss

Þakkarorð frá Sólvöllum á Eyrarbakka

Vinsælast

Starfmenn og skjólstæðingar Sólvalla, dvalaraheimili aldraðra á Eyrarbakka vilja koma á framfæri þakklæti til allra sem stutt hafa okkur á erfiðum tíma sem að baki er.

Við höfum fengið margar góðar gjafir frá ýmsum fyrirtækjum á svæðinu. Má þar nefna hægindastól sem Járnkarlinn í Þorlákshöfn gaf okkur, einnig gaf björgunardeildin á svæðinu okkur tvo stóla, ónefndur velunnari okkar gaf okkur einn stól og svo söfnuðu heimilismenn fyrir einum stól. Okkur voru einnig færðar tvær spjaldtölvur frá Lions á Selfossi. Dominos gaf okkur pizzaveislu í vor og gerðum við henni góð skil eftir fyrstu bylgju faraldurs í landinu.

Árvirkinn gaf okkur ísskáp og örbylgjuofn þegar við urðum að skipta húsinu í hólf, þannig gátum við haldið drykkjum og öðru köldu, nú eða heitu eftir þörfum. Ölgerðin færði okkur bretti af orkudrykkjum, og gosi, ásamt vatni frá Icelandic Glacier í miklu magni. Einnig fengum við rafkött að gjöf frá Hvítasunnukirkjunni á Selfossi, sem hefur fallið í góðan jarðveg bæði hjá heimilismönnum og ekki síður starfmönnum.

Sena hafði sambandi við okkur núna í desember og bauð okkur upp á Jólatónleika Björgvins okkur að kostnaðarlausu.

Við höfum mætt góðmennsku og skilningi, fundið væntumþykju og lesið falleg orð í okkar garð að undanförnu og erum við þakklát fyrir það.

Kær kveðja;

Starfsmenn Dvalarheimilisins Sólvalla á Eyrarbakka.

 

Nýjar fréttir