8.9 C
Selfoss

Lausnarorð við jólagátunum 2020 gerð opinber

Vinsælast

Fjöldi fólks tók þátt í að ráða jólamyndagátuna á árinu eins og venja er. Það var Eygló Gränz sem gerði gátuna eins og undanfarin 24 ár. Í verðlaun er að vanda vegleg ísveisla frá Kjörís í Hveragerði. Vinningshafar að þessu sinni eru:

Myndagáta fyrir fullorðna:

Stefán G. Arngrímsson, Ásastíg 1, 845 Flúðum.

Barnamyndagátan:

Þröstur Óli Grétarsson, Bugðugerði 804, Selfoss.

Lausnarorðin eru sem hér segir:

Myndagáta fyrir fullorðna: 

Árið tvöþúsund og tuttugu verður seint talið gott ár fyrir veröldina. Kórónufaraldur hefur nú sett allt á annan endann og þjóðir heims eiga líklega eftir að súpa seyðið af plágunni næstu ár. Þríeykið hvatti til ferðalaga innan húss og flest er nú gert á netinu í dag en jólin koma nú samt alveg á réttum tíma.

 

 

 

 

Barnamyndagátan:

Öll börn setja skóinn sinn í gluggann þrettán dögum fyrir jól og jólasveinninn launar þeim stilltu og góðu.

Nýjar fréttir