5 C
Selfoss

Tvær stjörnur

Vinsælast

Á aðventu er oft gaman að dunda sér við að búa til fallegt jólaskraut sem skrýtt getur jólatré, gjafir eða hangið í glugga. Uppskrift dagsins er af tveimur einföldum jólastjörnum sem eru bæði auðveldar og fljótgerðar. Leika sér má með hvers kyns útfærslur, bæta við glitþræði, pallíettum eða perlum. Við völdum Petru garnið frá DMC, það er með léttum gljáa og einkar áferðarfallegt.

Efni: 1 dk DMC Petra, heklunál no 2, stífelsi.

Skammstafanir: ll – loftlykkja, kl – keðjulykkja, fl – fastalykkja, hst – hálfstuðull, st – stuðull, 2st – tvöfaldur stuðull, 3st – þrefaldur stuðull.

Stjarna 1

  • Heklið 5 ll og tengið saman í hring m 1 kl.
  • Heklið 20 2st í kringum hringinn (athugið að 1. 2st er myndaður með 3 ll) ljúkið hringnum með 1 kl í 3ju ll fyrsta stuðuls.
  • Heklið 1 fl í næsta stuðul,* hoppið yfir 1 st, heklið í næsta stuðul 1 hst, 1 st, 1 2st, 1 3st, 2ll, 1 3st, 1 2st, 1 st, 1 hst, hoppið yfir 1 st og heklið 1 fl í næsta st*  Endurtakið * * 4 sinnum.
  • Heklið 35 ll og 1 kl í síðustu fl. Klippið garnið frá.

Gangið frá endum, strekkið með títiprjónum og stífið með t.d. Stiffy.

Stjarna 2

  • Heklið 5 ll og tengið saman í hring m 1 kl.
  • Heklið 6 ll, *1 3st utan um hringinn, 2  ll* , endurtakið * * þar til 8 stuðlar eru komnir (athugið að fyrsti stuðullinn er gerður úr 4 ll), ljúkið hringnum með 1 kl í 4 ll fyrsta stuðuls.
  • Heklið 6 ll, snúið við, heklið 1 fl í aðra loftlykkju frá nálinni, *1 hst í næstu ll, 1 st í þar næstu ll, svo 1 2st og loks 1 3st í síðustu ll, hoppið yfir 4 st og heklið 1 fl*. Endurtakið * * allan hringinn (alls 8 armar).
  • Heklið 35 ll og 1 kl í síðustu fl. Klippið garnið frá.

Gangið frá endum, strekkið með títiprjónum og stífið með t.d. Stiffy.

 

Uppskriftir: Þóra Þórarinsdóttir

 

 

Nýjar fréttir