1.7 C
Selfoss

Félagsleg virkni á aðventunni

Vinsælast

Í desember er alla jafna mikið að gera. Dagskráin er oft stíf og margir á ferð og flugi í allskyns erindagjörðum fyrir jólin. Þó jólin verði líklega öðruvísi en venjulega þetta árið vegna heimsfaraldurs þá er hægt að líta á það með jákvæðum augum. Kannski er einmitt tími til þess að fjölga samverustundum fjölskyldunnar.
Foreldrar og forráðamenn bera vitanlega frumábyrgð á högum, líðan og velferð barna sinna og gegna lykilhlutverki hvað varðar forvarnir. Í stuttu máli mætti segja að því betri sem tengsl á milli foreldra og barna þeirra eru, því mun minni líkur eru á áhættuhegðun barna og unglinga.
Við í félagsmiðstöðinni Zelsíuz höfum það að markmiði að efla félagslega virkni hjá börnum og unglingum. Okkur er að sjálfsögðu einnig umhugað um fjölskylduna alla sem heild. Núverandi ástand útilokar ýmsa félagslega virkni og mögulega þær hefðir sem fólk jafnan hefur á aðventunni. Því viljum við hjá Zelsíuz koma með nokkrar góðar hugmyndir að afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Leiðir til þess að efla virkni, gleðja hjartað og styrkja fjölskyldubönd. Vonandi njóta sem flestir þeirra á aðventunni og jólum.

1) Gönguferð um bæjarfélagið til að skoða öll fallegu jólaljósið.
2) Horfa saman á jólamynd.
3) Búa til spurningaleik.
4) Spila spurningaleikinn.
5) Baka jólakökur.
6) Fara í gönguferð í næsta skóg. Hægt væri að taka heitt kakó og jólakökurnar með.
7) Búa til borðspil.
8) Skrifa jólakort.
9) Þar sem margir sakna þess líklega að fara í ræktina væri sniðugt fyrir fjölskyldur að taka saman æfingar sem væru hægt að gera bæði inni og úti. Til dæmis gæti hver fjölskyldumeðlimur búið til eina æfingu og stýrt henni. Ef það eru t.d. 5 í fjölskyldu eru þarna komnar fimm góðar æfingar.
10) Lesa jólasögu.

Dagbjört Harðardóttir, forstöðumaður frístundahúsa Árborgar.

 

Nýjar fréttir