6.7 C
Selfoss

Jólatré Kamillu Briem skreytt á Byggðasafni Árnesinga

Vinsælast

Nemendur 10. bekkjar Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri komu í heimsókn þann 27. nóvember og skreyttu eftirlíkingu af elsta jólatré landsins, jólatrénu frá Hruna sem Jón Jónsson í Þverspyrnu smíðaði fyrir prestfrúna Kamillu Briem árið 1873.

Skreytingin gekk mjög vel. Safnstjórinn, Lýður Pálsson, var búinn að fara upp í Snæfoksstaðaskóg og tína lyng til að skreyta með. Að verki loknu voru kakó og smákökur í boði. Síðan skoðaði hópurinn safnið. Meðfylgjandi ljósmynd sýnir hópinn ásamt jólatrénu.

Þessi heimsókn markar upphaf jóladagskrár Byggðasafns Árnesinga sem verður vissulega með óvenjulegu sniði vegna heimsfaraldurs í ár. Á heimasíðu safnsins, byggdasafn.is, má finna dagskrána, en hluta af henni verður streymt.

 

Nýjar fréttir