-6.6 C
Selfoss

Aukið afhendingaröryggi í Landeyjum

Vinsælast

Þessa dagana er að ljúka lagningu fjögurra kílómetra jarðstrengs frá aðveitustöð RARIK á Hvolsvelli að Landeyjarlínu sem kemur í stað loftlínu sem brotnaði í óveðri um miðjan febrúar á þessu ári.  Búið er að leggja strenginn og er stefnt að því að straumsetja hann í næstu viku.

Með þessari tengingu, sem er eitt af verkefnum sem flýtt var í átaki stjórnvalda í kjölfar tjóna á raforkukerfinu í vetur, eykst afhendingaröryggi raforku á svæðinu til muna því þá verður hægt að halda spennu á Landeyjum bæði frá Rimakoti og Hvolsvelli. Hætta á straumleysi vegna framkvæmda, bilana og annarra rekstrartruflana ætti þar með að minnka stórlega.

Nýjar fréttir