4.5 C
Selfoss

Kvenfélögin í Flóa fara í áheitagöngu

Vinsælast

Laugardaginn 24.október næst komandi kl. 10 ætla félagskonur í Kvenfélögunum í Hraungerðis- og Villingaholtshreppum að efna til áheitagöngu til styrktar Sjóðnum góða.  Kvenfélagskonur ganga en óska eftir áheitum til styrktar Sjóðnum góða. Gengið verður frá Félagslundi að Þjórsárveri og þaðan í Þingborg um 22 km leið.

Áheit er hægt að leggja inn á reikning 0152-05-262213 kt. 590592-2349 Kvenfélag Hraungerðishrepps, nota „áheit“ sem skýringu. Hægt er að leggja inn á söfnunarreikning til 31. október. Framlög eru frjáls og munið að „margt smátt gerir eitt stórt“.

Sjóðurinn góði er samstarfsverkefni sóknarkirkja í Árnessýslu, Rauða krossins, félagsþjónustu Árborgar, félagsþjónustu Árnesþings og ýmissa félagasamtaka í Árnessýslu. Þetta samstarf hefur staðið síðan árið 2008 og hefur þann tilgang að veita aðstoð fyrir jólahátíðina til handa þeim sem ekki eiga fyrir nauðþurftum. Síðustu ár hefur sjóðurinn einnig verið í samstarfi við Hjálparstofnun kirkjunnar varðandi þessa aðstoð. Vonandi sjá sem flestir sér fært að styrkja þetta málefni, með fyrirfram þökkum, kvenfélögin.

 

Nýjar fréttir