8.9 C
Selfoss

Falin perla við bakka Hvítár – stutt en samt langt í burtu

Vinsælast

Í landi Hallanda í Flóahreppi er að finna einstaklega fallegt veiðisvæði við bakka Hvítár, í um 10 mínútna fjarlægð frá Selfossi. Svæðið er staðsett á vinstri bakka árinnar og nær veiðisvæðið frá efra svæði Stóra Ármóts til vesturs og að Langholtsfossum til austurs. Svæðið er mjög aðgengilegt en jafnframt alveg úr alfara leið sem eykur á alla upplifun. Í sumar bættist svo við lítið en huggulegt veiðihús sem gerir alla aðstöðu betri og gerir það að verkum að fjölskyldur með börn hafa verið dugleg að sækja svæðið heim.

Tvær stangir og stutt í veiðisvæðin

Veiðstaðirnir eru þrír á vinstri bakka Hvítár og veiðihúsið er alveg við mörkin á svæðinu þannig að veiðisvæðin eru „beint fyrir utan gluggann“. Veiðdagurinn inniheldur tvær stangir og veiðitíminn er skipulagður þannig að fólk kemur seinnipartinn og veiðir fram á kvöld og svo aftur morguninn eftir og fram til hádegis. því fylgir aðgangur að húsinu þar sem fólk getur valið að dvelja yfir nótt. „Margir hafa valið að bóka nokkra daga í einu og blanda saman veiði, útivist og samveru við fjölskylduna auk þess að nýta sér þá þjónustu og afþreyingu sem í boði er hér á Suðurlandi“ segir Magnús St. Magnússon í Hallanda.

Ágætis veiði í sumar

Þegar við spyrjum út í veiðina segir Magnús að það hafi verið ágætis veiði í sumar. „Þessir sólardagar voru ekkert að gera neitt fyrir veiðimenn almennt. Inn á milli komu samt þokkalegir sprettir og það tókst að fá fiska á land. Haustið hefur hins vegar verið einstaklega gott  og fólk hefur verið að fá laxa, sjóbirting og bleikju og svo hefur berjaspretta verið með eindæmum og margir farið frá okkur með ný veiddan fisk og marga lítra af bláberjum“.

 

 

 

Nýjar fréttir