6.1 C
Selfoss

Ungmennaráð í Árborg vill Svansvottaðar byggingar

Vinsælast

Í erindisbréfi sem Ungmennaráð Árborgar sendi til Fræðslunefndar og Bæjarstjórnar kemur fram að ráðið telji „ákjósanlegt fyrir framsækið sveitarfélag með nútímalega umhverfisstefnu að byggingar sem byggðar eru á vegum sveitarfélagsins séu svansvottaðar. Kópavogsbær hyggst nú byggja Kársnesskóla að nýju en nú svansvottaðan. Nýi miðbærinn er Svansvottaður og ætti Sveitarfélagið Árborg að fara létt með það að svansvotta nýjan skólann sunnan Suðurhóla. Ungmennaráð Sveitarfélagsins Árborgar skorar á Fræðslunefnd og bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar að byggingar sem byggðar eru á vegum sveitarfélagsins séu allar svansvottaðar og góð byrjun væri grunnskóli sunnan Suðurhóla.“ Helgi Sigurður Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, lagði til að erindinu yrði vísað til fræðslunefndar, eigna- og veitunefndar og umhverfisnefndar til skoðunar. Tillagan var samþykkt samhljóða.

 

 

 

Nýjar fréttir