1.7 C
Selfoss

Sumri tekið að halla

Vinsælast

Í hugleiðingum veðurfræðingsins Einars Sveinbjörnssonar veltir hann því fyrir sér hvort sumri sé farið að halla. „Eftir blíða daga með hægum vindi og ágætis hita að deginum fundu menn þegar þeir komu út í morgun að sumri er tekið að halla. Hiti 4,4°C kl. 6 á Akureyri og 5°C í Reykjavík í þoku. Í Víðidal við frostmark og markvert frost á Sandskeiði.
Ágætir dagar enn í vikunni, hæglátt, en hiti dagsins lægri en verið hefur. Smá væta vestalands um helgina. Getum við ekki kallað slíkt veður síðsumarblíðu?
Í háloftunum er tekið að kólna á norðurhjaranum og blár litur á þessum kortum ECMWF af Brunni Veðurstofunnar tekinn að birtast að nýju eftir að hafa horfið nær alfarið í sumar.
Uppi í heiðhvolfinu er vindáttin á snúast á nýju til V-áttar þessa dagana og fer hún bara vaxandi eftir því sem kemur fram á haustið. Kortið gildir 27. ág kl. 00.“

Nýjar fréttir