1.7 C
Selfoss

Gripinn í sundlaug fyrir að brjóta sóttvarnarlög

Vinsælast

Maður var kærður fyrir brot á sóttvarnarlögum af Lögreglunni á Suðurlandi. Sá var að koma frá útlöndum. Hann hefði reglum samkvæmt átt að viðhafa heimkomusóttkví en sitti því ekki. Þess í stað fór hann í eina af sundlaugum Suðurlands. Þar kom einhver auga á manninn og lét lögreglu vita af athæfinu. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi kemur fram að maðurinn hafi borið því við að hafa ekki áttað sig á að honum væri skylt að vera í sóttkví. Ákæran getur haft í för með sér sekt á bilinu 50 – 250 þúsund krónur eftir því hve alvarlegt brotið er.

 

 

Nýjar fréttir