5.6 C
Selfoss

Tveggja kinda reglan við réttarstörf og leitir

Vinsælast

Landssamtök sauðfjárbænda hafa gefið út leiðbeiningar vegna ganga og rétta í Covid-19, en margir velt yfir því vöngum hvernig standa skuli að hefðbundnum réttarstörfum þar sem sauðfé og menn standa á stundum þétt saman. Leiðbeiningarnar voru unnar í samstarfi Almannavarna, Sóttvarnalæknis, Landssamtaka sauðfjárbænda, Bændasamtaka Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Lagt er til að fólk við leitir og réttarstörf hafi að öllu jöfnu tveggja kinda bili sín á milli til þess að tryggja sóttvarnir.

Aðeins þeir sem hafa hlutverk mæti í réttir og göngur

Sveitarstjórn á hverju svæði fyrir sig er ábyrg fyrir því að reglum um smitvarnir sé fylgt. Almennt er áhersla lögð á að að „við séum öll almannavarnir“ og hver og einn beri ábyrgð á eigin athöfnum. Þá er tekið fram að almenna reglan fyrir árið 2020 sé sú að aðeins þeir sem hafa hlutverk mæti í göngur og réttir vegna 100 manna hámarksreglu. Börn fædd 2005 eða síðar eru undanskilin fjöldatakmörkun. Hliðvarsla verður að aðkeyrslu við réttir og þeim einum hleypt að sem eiga þangað erindi.

Nánari upplýsingar má fá hér.

 

Nýjar fréttir