8.4 C
Selfoss

Menningarganga um Selfoss með Kjartani Björns

Vinsælast

Menningarganga eldri borgara um Selfoss undir dyggri stjórn Kjartans Björnssonar, rakara, fór fram í dag kl. 11. Gangan var farin um gamla bæinn þer sem Ólafur Jónsson í Singalsteini sagði frá. Gengið var um göturnar Grænuvelli og Fagurgerði. Þá var farið á Bankaveginn þar sem Sigfús Kristinsson tók á móti fólkinu, sagði sögu húsanna þar ásamt því að segja frá burstabænum sem nú rís við Bankaveginn. Það var svo Sigurður Grétarsson sem tók á móti fólkinu við Hlaðavelli og sagði sögu húsanna þar. Að lokinni göngu var boðið upp á kaffisopa. Gangan var farin á vegum Sveitarfélagsins Árborgar og fjöldi fólks nýtti sér þetta skemmtilega framtak. Allt fór þó fram með sóttvarnir í huga og fólk meðvitað um að virða nándarmörk.
Mynd: GPP.
Mynd: GPP.

Nýjar fréttir