5.6 C
Selfoss
Home Fréttir Hansakaupmenn á Íslandi

Hansakaupmenn á Íslandi

0
Hansakaupmenn á Íslandi

Fyrir stuttu kom út bókin „Schwefel, Tran und Trockenfisch“ (Brennisteinn, lýsi og skreið) hjá þýska forlaginu Acabus-Verlag Hamburg. Bókin leiðir lesendur á þá staði á Íslandi þar sem þýskir kaupmenn stunduðu verslun á 15. og 16. öld. Þjóðverjarnir áttu í samkeppni við Breska kaupmenn um íslensku skreiðina. Viskiptin voru ekki alltaf heiðarleg og deilurnar gátu orðið blóðugar.

Saga um kaupmannssoninn Henrick Rode sem sigldi gegn vilja föður síns frá Hamborg til Íslands er fléttuð inn á milli sögulegu umfjöllunarinnar. Sagan gefur innsýn í lifnarhætti Íslendinga á 15. öld. Frásagnir Hansakaupmannanna um Ísland voru ýktar og sagt var Íslendingar væru í alla staði sóðalegt fólk og kynnu enga mannasiði. Við grípum niður í brot úr sögunni: „Einn daginn heyrði ég hávært öskur úti við vörugeymslurnar. Ég hljóp út. Þýski kaupmaðurinn togaði fátæklega klæddann og horaðan strák á hárinu á eftir sér og bölvaði hástöfum: „Loksins er ég búinn að ná í hann, þennan flækning. Heldur hann að hann geti stolið af mér nokkrum kílóum af hveiti og koparkatli?“ Augu stráksins voru full af reiði. Í eitt augnablik horfðum við á hvorn annan. Svo byrjaði hann í æðiskasti að slá um sig með höndum og fótum. En þýski kaupmaðurinn hélt fast í hann. Það birtust fleiri menn og drógu þjófinn í burtu. Þeir fóru með hann á Bessastaði þar sem honum var stungið í svokallaða þrælakistu. Í þessari dimmu holu húktu nokkrar aðrir afbrotamenn, sem voru hlekkjaðir við kaldann og blautann steinnvegg. Eftir einum af þessum mönnum beið gálginn.

Ég fann til með stráknum. Hann hafði örugglega stolið af illri nauðsyn, en hann var dæmdur til hýðingar. Áhöfninni okkar var skipað að vera viðstödd þegar strákurinn og tveir aðrir þjófur fengu refsingu sína…“

Höfundar bókarinnar eru Brigitte Bjarnason og Kirsten Rühl. Báðar koma þær frá Hansaborginni Hamborg en hafa búið á Íslandi um árabil. Áður hafa tvær bækur eftir Brigitte, sem er búsett á Selfossi, verið gefnar út hjá sama forlagi.

Ef þú vilt gleðja þýskumælandi vini eða ættingja með þessari bók þá er hún fáanleg á www.frujora.com. Einnig má hafa samband í gegnum netfangið frujora@gmail.com.