7.3 C
Selfoss

Naflahlaupið fagnar 10 ára hlaupaafmæli í ár

Vinsælast

Naflahlaupið í Rangárþingi eystra fer fram laugardaginn 29. ágúst sömu helgi og Kjötsúpuhátíðin á Hvolsvelli verður haldin. Naflahlaupið var fyrst haldið sumarið 2010. Nafnið er vísun til þess að um nafla alheimsins sé að ræða en það ár beindust allra augu að þessu svæði vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Naflahlaupið var viðleitni einstaklinga til að sýna fram á að þrátt fyrir allt væri öllu óhætt á þessu svæði, í Naflanum væri hreint og tært loft og góðar aðstæður til útivistar. Allur ágóði hlaupsins hefur runnið óskiptur til marga góða málefna.

2010 rann ágóðinn til Leikskólans Arkar.

2011 rann ágóðinn í starfsemi sjúkraflutinga á Hvolsvelli.

2012 rann ágóðinn til unglingadeildar Dagrenningar.

2013 rann ágóðinn til Grunnskólans á Hvolsvelli.

2014 rann ágóðinn til Kirkjuhvols á Hvolsvelli.

2015 rann ágóðinn til Lundar á Hellu.

2016 rann ágóðinn til unglingadeildar flugbjörgunarsveitar Hellu.

2017 rann ágóðinn til heilsugæslustöðvar Hvolsvelli til tækjakaupa.

2018 rann ágóði til fjölskyldu Kristínar Halldórsdóttur

2019 rann ágóði og skráningargjöld Naflahlaupsins til fjölskyldu Ólafar Bjarnardóttur.

 

Nýjar fréttir