2.3 C
Selfoss

Mikil ánægja með nýjan ærslabelg á Stokkseyri

Vinsælast

Krakkarnir á Stokkseyri hafa tekið vel á móti nýjum ærslabelg sem staðsettur er fyrir aftan Skálann á Stokkseyri. Þar er nú hoppað og skoppað frá morgni til kvölds. Þegar Dagskráin leit við hjá krökkunum og spurði hvernig þeim þætti að fá belginn í bæinn sögðu þau: „Það er geggjað. Við erum búin að óska okkur að fá svona lengi.“ Þá gripu tvær hnátur blaðamann og sögðu: „Við erum mjög góðar að hoppa á þessu nefnilega. Við höfum æft okkur alveg frá því hann var nýr.“ Fleiri belgir eru væntanlegir í sveitarfélagið og mikil spenna fyrir því meðal yngri kynslóðarinnar.

Nýjar fréttir