4.5 C
Selfoss

Séra Önundur grillaði fyrir vinnuskólann í Rangárþingi Eystra

Vinsælast

Annan dag júlímánaðar dró séra Önundur fram grillið og bauð ungmennum í vinnuskóla Rangárþings eystra í grillveislu á Breiðabólstað hjá séra Önundi S. Björnssyni og Kristjönu Þráinsdóttur sambýliskonu hans. Ungmennin voru búin að hreinsa og snyrta svæðið í kringum krikjuna í blíðunni í gær og í dag. Séra Önundur er að láta af störfum en hann hefur verið prestur á Breiðabólstað í 22 ár. Hann mun ferma í lok sumars þau börn sem áttu að fermast síðast liðið vor.

Í vinnuskólanum eru rúmlega 40 ungmenni og hafa þau verið duglega við að fegra sveitarfélagið síðan í byrjun júni. Flest þeirra starfa út júlí. Á myndunum er hópurinn ásamt séra Önundi og Kristjönu við Breiðabólstaðakirkju og séra Önundur að grilla fyrir hópinn.

Nýjar fréttir