8.9 C
Selfoss

Heitavatnslaust á Selfossi á nokkrum stöðum vegna framkvæmda

Vinsælast

Í tilkynningu frá Selfossveitum kemur fram að unnið sé að breytingum á stofnlögnum í sveitarfélaginu á tveimur stöðum um þessar mundir. Annarsvegar í Rauðholti/Austurveg og hinsvegar við hringtorf á Eyrarvegi/Suðurhólum.

Rauðholt – Austurvegur

Vegna breytinga á stofnlögnum við Rauðholt/Austurveg verður heitavatnslaust þriðjudaginn 30.júní á eftirtöldum stöðum:

Austurvegur 34-48(sunnan megin). Aðgerðir hefjast kl. 8 og standa yfir fram eftir degi. Reynt verður að flýta aðgerðum eins og hægt er. Ef einhver óþægindi verða er beðist velvirðingar á því.

Eyrarvegur – Suðurhólar

Vegna breytinga á stofnlögnum við hringtorg Eyrarvegur/Suðurhólar verður heitavatnslaust miðvikudaginn 1.júlí á eftirtöldum stöðum:

Eyrarbakki, Stokkseyri, fyrrum Sandvíkurhreppur, á Selfossi er það allir Lækirnir, Víkurheiði, Eyrarvegur 46-50 og Fossvegur 8-10. Aðgerðir hefjast kl. 9:00 og standa yfir fram eftir degi. Reynt verður að flýta aðgerðum eins og hægt er. Ef einhver óþægindi verða er beðist velvirðingar á því.

Nýjar fréttir